Nýjast á Local Suðurnes

Kviknaði í rafsígarettu um borð í flugvél WizzAir

Svo virðist sem kviknað hafi í rafsígarettu um borð í flugvél WizzAir sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld, eftir að tilkynnt hafi verið um eld um borð í flugvélinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Keflavík, en rafsígarettan hafði verið sett, án þess að láta vita, í salerni flugvélarinnar. Rannsókn á atvikinu er í gangi.