Nýjast á Local Suðurnes

Hælisleitandi fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs.

Samkvæmt frétt á vef Vísis er ekki vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu.

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísanir, segir í samtali við Vísi.is, að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var þegar lögregla og sjúkralið mætti á staðinn.