Nýjast á Local Suðurnes

Nýgengi krabbameins hæst á Suðurnesjum

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Nýgengi krabbameins er er ívið hærra á Suðurnesjunum en á Höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt gögnum frá Krabbameinsfélaginu. Munurinn er þó ekki nógu mikill til að teljast marktækur. Grindavík og Suðurnesjabær eru ekki tekin með í þessari samantekt.

Samkvæmt tölunum er árlegt aldursstaðlað nýengi á árunum 2009 – 2019 á Suðurnesjum 1078, 595 karlar og 483 konur en á höfuðborgarsvæðinu 1017, 539 karlar og 478 konur, sé miðað við 100.000 íbúa. Á öðrum svæðum er nýgengið töluvert lægra.