Nýjast á Local Suðurnes

Ferð á dolluna skilaði 150.000 kalli í kassann – “Ákvað að láta bara vaða”

Þeir sem fylgjast með ofursnapparanum Garðari Agnesarsyni hafa vafalaust tekið eftir því að kappanum er margt til lista lagt, en Garðar er eins og flestir vita einn vinsæasti snappari landsins, en þó honum sé margt til lista lagt og snjall með eindæmum þá hefur ofursnapparinn ekki hundsvit á fótbolta, að eigin sögn.

Hann ákvað þó að prófa að veðja á sigur Íslendinga á Tyrkjum í leik liðanna í gær, og eins og góðum starfsmanni bílaleigu sæmir vildi hann ekki nota vinnutímann í þetta nýja áhugamál sitt heldur nýtti hann eina af klósettferðum dagsins í að leggja undir.

„Ég hef ekkert vit á fótbolta, en ómælda trú á þessum víkingum sem skipa lanfsliðið og ákvað að láta vaða, á meðan ég sat á dollunni. Ég lagði 225 evrur undir og vann eitthvað um þúsund evrur,“ segir Gæi í samtali við Suðurnes.net.

Garðar er sem fyrr segir öflugur á snappinu, en hann notast við notendanafnið “iceredneck” og er um að gera að bæta honum á vinlistann.