Nýjast á Local Suðurnes

Víðir tekur á móti Fylki í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins

Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði tekur á móti Fylkismönnum í 16-liða úrslitum borgunarbikars karla miðvikudagskvöldið 31 maí næstkomandi. Um er að ræða eina leikinn í 16-liða úrslitunum þar sem Pepsí-deildarlið kemur ekki við sögu.

Víðismenn verma 5. sæti annarar deildarinnar um þessar mundir með sjö stig eftir fjóra leiki, en liðið hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Fylkismenn eru aftur á móti á toppi Inkasso-deildarinnar, með 10 stig, eftir jafn marga leiki, hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli, gegn Keflavík.

Þetta er annað árið í röð þar sem Víðismenn komast í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Nesfiskvellinum í Garði.