Nýjast á Local Suðurnes

Karfan fer af stað í kvöld – Hvetja stuðningsmenn til miðakaupa

Njarðvíkinfar fá Hauka í heimsókn í Njarðtaksgryfjuna í kvöld þegar Domino’s-deild karla í körfuknattleik fer af stað. Grindavík og Keflavík eiga síðan leiki á morgun.

Njarðvíkingar hvetja stuðningsmenn sína til þess að kaupa miða á leikinn, sem verður sýndur beint á Youtube-rás félagsins, en áhorfendur verða ekki leyfðir á leiki í deildinni. Nánari upplýsingar um hvernig miðakaup fara fram má finna á Facebook-síðu félagsins.