Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar reyndu við Heimi

Forráðamenn Þróttar Vogum sem verða nýliðar í Lengjudeild karla á næsta ári höfðu samband við Heimi Hallgrímsson í þeim tilgangi að kanna áhuga hjá honum fyrir því að taka við liðinu. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr.Football í dag.

,,Þeir hringdu í Heimi Hallgrímsson, þeir tékkuðu á honum og könnuðu hvort hann væri til í þetta, Heimir sagði náttúrulega nei,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af gestum þáttarins Dr. Football.

Þróttur Vogum eru í þjálfaraleit en Hermann Hreiðarsson stýrði liðinu upp úr 2. deildinni á síðasta tímabili og tók síðan við ÍBV og mun stýra liðinu í efstu deild á næsta ári.