Nýjast á Local Suðurnes

Guðjón Árni tekur við Víði

Víðir í Garði hefur komist að samkomulagi við Guðjón Árna Antoníusson um að taka við þjálfun meistaraflokks félagsins út tímabilið 2017.

Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum og byrjaði sinn meistaraflokksferil með Víði árið 2000. Guðjón lagði skónna á hilluna í vetur og hefur verið í þjálfaraliði Keflavíkur síðan ásamt því að þjálfa 2. flokk karla Keflavíkur. Guðjón er menntaður Íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík og starfar sem íþróttakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík.

Guðjón Árni á yfir 240 leiki í efstu deild með Keflavík og FH. Guðjón varð Íslandsmeistari 2012 með FH og tvisvar orðið bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006. Guðjón spilaði sem fyrirliði fyrir bæði liðin.