Nýjast á Local Suðurnes

Guðjón Árni áfram með Víði

Knattspyrnufélagið Víðir hefur framlengt samningi við Guðjón Árna Antoníusson þjálfara meistarflokks félagsins til eins árs. Guðjón Árni sem tók við liðinu á miðju tímabili og var þá ráðinn út tímabilið 2017. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir félagið og er stjórn félagsins er mjög ánægð með störf Guðjóns, segir í tilkynningu.

Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum og byrjaði sinn meistaraflokksferil með Víðir árið 2000. Guðjón lagði skóna á hilluna í vetur og hefur verið í þjálfaraliði Keflavíkur síðan ásamt því að þjálfa 2.flokk karla Keflavíkur þegar hann tók við starfi þjálfara hjá Víðir um mitt sumar. Guðjón er menntaður Íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík og starfar sem íþróttakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík.