Nýjast á Local Suðurnes

Messa og sunnudagaskóli á sunnudag en engin súpa

Mynd: Þjóðkirkjan

Messa og sunnudagaskóli verða með hefðbundnu sniði í Keflavíkurkirkju næstkomandi sunnudag, 8. mars. Helga, Jóhanna og Ingi sjá um sunnudagaskólann sem að venju hefst í kirkjunni en flyst svo inn í Kirkjulund. Séra Fritz Már leiðir messuna ásam messuþjónum. Arnór Vilbergsson ásam kór Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist í messunni.

Sú ákvörðun hefur hins vegar verið tekin að súpusamfélagið á sunnudag verður fellt niður þar til Covid 19 faraldurinn er yfirgenginn, segir á vef kirkjunnar.

Þá verður helgistund í Njarðvíkurkirkju kl:20:00 næstkomandi sunnudag, hvar Sr. Brynja Vigdís þjónar og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir leiðsögn Stefáns H. Kristinssonar organista.