Sprengdu ruslatunnur í Suðurnesjabæ
Að minnsta kosti tvær ruslatunnur voru sprengdar í gær og þannig eyðilagðar í Sandgerðishverfi Suðurnesjabæjar í gær. Greint var frá þessu á Íbúavef sveitarfélagsins á Facebook.
Í umræðum um málið kemur fram að illa hefði getað farið og mikið tjón hlotist af en mikill hvellur fylgdi sprengingunum og brot úr tunnunum dreifðist um nokkuð svæði. Í umræðunum kemur einnig fram að athæfið hafi verið tilkynnt lögreglu og að vitað sé hverjir voru að verki.