Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 60 í einangrun á Suðurnesjum

Alls eru 57 einstaklingar í einangrun á Suðurnesjasvæðinu eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Þetta kemur fram á vef Covid.is, en þar kemur jafnframt fram að 116 séu í sóttkví á svæðinu.

Á sama vef kemur fram að alls séu 1.376 einstaklingar í einangrun á landinu öllu og 1.755 í sóttkví.