Appelsínugult í kortunum og ekkert ferðaveður

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun, frá klukkan sex í fyrramálið, 7. janúar.
Gert er ráð fyrir Sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.