Nýjast á Local Suðurnes

Lokað fyrir umferð um gossvæði það sem eftir lifir dags

Í ljósi þess að ný gossprunga hefur opnast á gossvæðinu við Fagradalsfjall hefur verið tekin ákvörðun þess efnis að loka gossvæðinu fyrir allri umferð almennings það sem eftir lifir dags.

Ákvörðun um framhaldið verður tekin eftir fund viðbragðsaðila á morgun kl 9:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.