Nýjast á Local Suðurnes

Tjúttað á Bergásballi í tvo áratugi – Myndir!

Bergásballið svokallaða verður haldið laugardaginn 7. Maí næstkomandi á skemmtistaðnum Ránni við Hafnargötu í Reykjanesbæ, ballið sem er einn langlífasti árlegi viðburðurinn í skemmtanalífi Suðurnesjamanna verður nú haldið í 20. sinn, en fyrsta ballið var haldið árið 1996.

Skemmtistaðurinn Bergás var staðsettur í kjallara Nýja Bíós við Hafnargötuna í Reykjanesbæ og var vinsælasti skemmtistaðurinn á Suðurnesjum á áttunda áratug síðustu aldar. Staðurinn var undir miklum tónlistarlegum og áhrifum frá vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur eins og Hollywood, Klúbbnum, Sigtúni og Óðal.

Valþór Ólason hefur haft veg og vanda að skipulagningu Bergásballsins undanfarin ár og segir hann í spjalli við Suðurnes.net að það verði dansað fram á rauða nótt á Ránni þann 7. maí. Þá verður lögð sérstök áhersla á tónlist frá goðsögnunum Prince og David Bowie sem féllu frá í ár.

„Þetta verður alveg eins og þetta hefur alltaf verið síðustu 20 ár, og var í gamla daga, þegar Bergás var og hét, mikið fjör og mikið dansað. Og í ljósi aðstæðna má búast við að það verði töluverð áhersla lögð á tónlist eftir Bowie og Prince að þessu sinni.“  Sagði Valþór.

Dansgólfin á hinum ýmsu skemmtistöðum, þar með talið á Bergás, hafa verið notuð ótæpilega undanfarna áratugi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þá er um að gera að skella eins og einu “like” eða svo á Fésbókarsíðu Bergásballsins en þar er að finna fjöldan allan af myndum frá skemmtistaðnum Bergás og þeim skemmtunum sem haldnar hafa verið undanfarin 20 ár.

bergas3

bergas4

bergas5

bergas6

bergas7

bergas8

bergas9

bergas10

bergas11

bergas12

bergas13

bergas14

bergas15

bergas16