Nýjast á Local Suðurnes

Aukinn opnunartími á læknavaktinni

Starfssemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er óðum að komast í samt horf eftir álagið sem fylgdi Covid 19.

Nú er helgaropnun á læknavakt HSS aftur opin á milli 10-13 og 17-19, eins og var áður.

Vaktin er opin 16-20 á virkum dögum.

Enn um sinn er gert ráð fyrir því að að skjólstæðingar hringi á undan sér í síma 422-0500 og bóki tíma.