Nýjast á Local Suðurnes

Kom talsverðu reiðufé í réttar hendur: “Það mættu fleiri vera eins og Garðar”

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Talsvert af reiðufé komst í réttar hendur á föstudag, eftir að einstaklingur hafði tapað veski sínu í miðbæ Keflavíkur. Lögregla greindi frá því á fésbókarsíðu sinni að Garðar nokkur hafi komið á lögreglustöðina með seðlaveskið.

Í veskinu var talsvert af reiðufé auk allra skilríkja sem maður er með í veskjum sínum almennt. Veskið auk seðlana er nú komið í réttar hendur og kunna lögregla og eigandi veskisins Garðari bestu þakkir.
Það mættu fleiri vera eins og Garðar, segir í þessari skemmtilegu færslu lögreglunnar.