Ray tekur við Reyni
Ray Anthony Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Reynis til næstu tveggja ára. Ray ætti að vera flestu knattspyrnufólki kunnugur en hann lék 336 leiki með Grindavík, Keflavík og GG á sínum ferli. Einnig á hann yfir 30 landsleiki fyrir Filippseyjar.
Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað lið GG, meistaraflokk kvenna hjá Grindavík og núna síðast yngri flokka félagsins. Ray er með UEFA A þjálfararéttindi.
“Það er ánægjulegt að hafa tekið þetta skref að þjálfa Reyni Sandgerði þar sem þetta er mikill fótbolta bær.
Ég hlakka til að byrja, hitta strákana og hefja samstarfið með stjórninni.” sagði Ray við undirskrift í dag