Nýjast á Local Suðurnes

Hermann hættur með Þrótt

Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar í Vogum eftir að hafa komið liðinu upp í Lengjudeild á nýliðnu tímabili.

„Hermann Hreiðarsson ekki lengur þjálfari Þróttar. Það hefur aldrei verið leyndarmál að Þróttur Vogum er í þessu til að eignast vini og við höfum eignast vin til æviloka. Við verðum Hermanni ævinlega þakklát fyrir hans framlag til samfélagsins í Vogum. Hann lyfti félaginu á hærri stall og hefur komið Þrótti í hóp bestu liða landsins,“ sagði í yfirlýsingu Þróttar.