Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmennur félagsfundur VS samþykkti ekki lengri framboðsfrest

Fjölmenni var á félagsfundi í Verslunarmannafélagi Suðurnesja í kvöld, en vel á annað hundrað manns mættu á fundinn, sem haldinn var í Bergi í Hljómahöll.

Eina mál fundarins var framlenging skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosningar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja, en samkvæmt ákvörðun stjórnar og trúnaðarráðs frá því í byrjun febrúar var samþykkt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarráðs sbr. 11. gr laga félagsins. Auglýst var eftir framboðum og bárust tveir listar sem merktir voru A listi stjórnar og trúnaðarráðs og B listi. B listi uppfyllti ekkiþau skilyrði sem sett eru fyrir framboði og úrskurðaði kjörstjórn að einungis einn listi væri löglega fram borinn A listi.

Fundarefnið í kvöld var sem fyrr segir ósk um framlengdan skilafrest á framboðsgögnum vegna stjórnarkjörs. Kosið var um málið og var samþykkt með meirihluta atkvæða félagsmanna að veita ekki lengri framboðsfrest.