Nýjast á Local Suðurnes

Tímamótasamningur Reykjanesbæjar og íþróttafélaganna

Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning Reykjanesbæjar, Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Ungmennafélags Njarðvíkur. Um er að ræða tímamótasamning en með þeim verður íþróttafélögunum gert kleift að ráða íþróttastjóra til starfa sem mun nýtast öllum deildum félaganna.

Með samningi þessum stígur Reykjanesbær mikilvægt skref en samningurinn inniheldur fjármagn sem nýtist vel til innra starfs. Samningurinn rammar inn þau verkefni sem sveitarfélagið er að styðja við með einum eða öðrum hætti svo sem þjálfarasamning við ÍRB, rekstur knattspyrnusvæða, reiknuð afnot íþróttamannvirkja og íþrótta- og afrekssjóðinn svo dæmi séu tekin.

Reykjanesbær gerir sameiginlegar kröfur með íþróttafélögunum um að jafnréttis sé gætt, að félögin hugi sérstaklega að því að mæta þörfum barna og ungmenna sem eru af erlendum uppruna og að íþróttafólk félaganna sé til fyrirmyndar í leik og starfi.