Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálftar á Reykjanesi – Allar helstu upplýsingar og tenglar

Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar síðastliðinn með skjálfta af stærð 5,7 og í kjölfarið skjálfta að stærð 5,0. Síðan þá hafa fjölmargir skjálftar yfir 4,0 mælst á svæðinu og tveir skjálftar yfir 5,0. Þeir voru þann 27. febrúar (M5,2) og 1. mars (M5,1). Um 18 000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir síðan hrinan hófst. Óróapúls mældist í gær, 3. mars klukkan 14:20 og sást á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili. við Litla Hrút.

Í dag (04. mars) klukkan 00:59 varð jarðskjálfti 4,1 að stærð 1,4 km SA af Fagradalsfjalli. Mesti virkni virðist vera bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst eitthvað SV, miðað við í gær. Órói og skjálftavirkni minkaði eð í nótt, enn jókst aftur um 05-leitið. 15-20 skjálftar yfir 3 að stærð hefur mælst frá miðnætti. Þá mældisatJarðskjálfti af stærð 4.5 klukkan 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói hefur ekki byrjað aftur samhliða skjálftanum.

Hér fyrir neðan má finna tengla með helstu upplýsingum sem tengjast jarðhræringunum við Keili og Fagradalsfjall. Upplýsingarnar eru birtar á vef Reykjanesbæjar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.

Almannavarnir

Loftgæði á Íslandi

Viðbrögð við jarðskjálftum

If an eruption occurs in Reykjanes

Informacje jesli dojdzie do erupcji w Reykjanes

Rauði Krossinn – sálræn einkenni

Veðurstofa Íslands – Jarðskjálftamælingar