Tryggvi Guðmunds yfirgefur Njarðvík – Leikur 25. tímabilið í Eyjum

Markamaskínan Tryggvi Guðmundsson hefur yfirgefið herbúðir 2. deildarliðs Njarðvíkinga í knattspyrnu, Tryggvi er þó ekki hættur knattspyrnuiðkun en hann tilkynnti félagskipti yfir í 3. deildarlið KFS í Vestmannaeyjum í dag.
Tryggvi sem er 42ja ára hefur gert 218 deildamörk á ferlinum, þar af 156 hér á landi og 131 þeirra í efstu deild.
„Ég stefni að því að spila alla leiki KFS í sumar, þó ég búi í Kópavogi. Ég fer bara í dagsferð til Eyja þegar við eigum heimaleiki, rétt eins og ég gerði sumarið 2014. Ég væri að ljúga ef ég segðist vera í toppformi, en ég klára að minnsta kosti þetta tímabil,” sagði Tryggvi við mbl.is í dag.