Nýjast á Local Suðurnes

Ástrós og Kristófer íþróttafólk Reykjanesbæjar 2015

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar stóð fyrir vali á íþróttafólki Reykjanesbæjar 2015 í hófi í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Að þessu sinni voru vain bæði íþróttakarl og íþróttakona Reykjanesbæjar.

Íþróttakarl Reykjanesbæjar 2015 er Kristófer Sigurðsson, Sundmaður hjá Keflavík á meðan íþróttakona Reykjanesbæjar 2015 er Ástrós Brynjarsdóttir, Taekwondokona hjá Keflavík. Þau voru bæði einnig valin íþróttafólk Keflavíkur á dögunum.

Kristófer hefur verið einn af fremstu sundmönnum Keflavíkur til margra ára. Hann vann til sjö íslandsmeistaratitla á árinu og er með 734 FINA stig.

Ástrós hlaut fimm Íslandsmeistaratitla á árinu, hún vann til tíu gullverðlauna, tveggja silfur verðlauna og þriggja bronsverðlauna. Ástrós hefur sýnt það ítrekað að hún er með betri íþróttamönnum í heimi í þessari erfiðu og fjölmennu íþróttagrein, en taekwondo er vinsælasta bardagaíþrótt heims.