Nýjast á Local Suðurnes

Sjö yfirgefa VogaÞrótt

Þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson, Pape Mamadou Faye, Miroslaw Babic, Nemanja Ratkovic, Lassana Drame og Alexandranne Alexis hafa yfirgefið herbúðir Þróttar í Vogum. Auk þeirra hefur Guðmundur Marteinn Hannesson, einn af lykilmönnum liðsins, lagt skóna á hilluna.

Þróttarar hafa þar með misst sjö leikmenn frá því nýr þjálfari, Brynjar Gestsson, tók við liðinu.

Þá er óvíst hvort markamaskínan Gilles Mbang Ondo verði áfram hjá félaginu en hann skoraði 9 mörk í 2. deildinni í sumar.

hafa