Nýjast á Local Suðurnes

Gera breytingar á deiliskipulagi gamla bæjarins eftir forkynningu

Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar hefur ákveðið að leggja til við bæjarstjórn að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi gamla bæjarins í eftir að skipulagið kom úr forkynningu.

Meðal annars verður nýjum lóðum fækkað; allar nýjar lóðir við Vesturbraut voru felldar út, við Kirkjustíg voru langflestar lóðir felldar út, tveimur lóðum haldið eftir á móti þeim sem fyrir eru, gatan verður áfram botngata. Gatan Kirkjustígur mun flytjast örlítið til vesturs, í samræmi við lóðamörk húsanna nr. 1-7.

Svæði fyrir grenndargáma sem var staðsett við Verbraut verður fellt út og fært til. Búið er að taka út af uppdrætti tákn um matjurtagarða og beitiland.