Bæjarstjóri vill bjóða öllu starfsfólki á þorrablót

Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra sveitarfélagsins þess efnis að öllu starfsfólki sveitarfélagsins verði boðið á þorrablót.
Málið var rætt á síðasta fundi ráðsins og samþykkt að þorrablótið verði haldið í Garði og mun ráðið fjalla um fjárheimildir vegna þessa við vinnslu fjárhagsáætlunar. Þá var einnig samþykkt að halda árshátíð starfsfólks sameinaðs sveitarfélags árið 2019.