Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaslagur í Útsvari – Jafnaldrar úr Garði mæta breyttu Grindavíkurliði

Boðið verður uppá sannkallaðan Suðurnesjaslag í Útsvari, sem sendur verður út í beinni útsendingu á RÚV þann 29. september næstkomandi þegar lið Grindavíkur og Garðs etja kappi.

Lið Grindavíkur skipa þau Eggert Sólberg Jónsson, Lovísa Larsen og Páll Valur Björnsson. Grindvíkingum gekk vel á síðasta ári og komst í undanúrslit keppninnar.

Garður hefur einnig á að skipa öflugu liði, en liðið skipa þau Jón Bergmann Heimisson, Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og Elín Björk Jónasdóttir, fyrrum bekkjarfélagar sem öll eru fædd árið 1980.

Mynd: Grindavik.is

Mynd: Skjáskot/Facebook Garðmenn og Garðbúar