Nýjast á Local Suðurnes

Sandgerði og Garður áfram í samstarfi – Bæta við starfsmanni

Áframhaldandi samstarf milli Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum hefur verið tryggt en Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði og Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar í Sandgerði undirrituðu samning þess efnis síðasta fimmtudag.

?

Ólafur Ólafsson og Magnús Stefánsson undirrituðu samkomulagið fyrir hönd sveitfélaganna

Samstarf sveitarfélaganna í málaflokknum sem hófst árið 2012 er styrkt enn frekar með þessum nýja samningi með það að markmiði að ná fram hagræði um leið og góð þjónusta er tryggð bæði í Sandgerði og Garði. Umsvif hafa aukist töluvert innan bæjarmarka beggja sveitarfélaganna síðan upphaflegi samningurinn var gerður og því mikilvægt að endurskoða samstarfið og gera nýjan samning sem mun taka gildi 1. september 2015.

Í nýja samningnum er aukin áhersla á umhverfismál auk þess sem bætt verður við starfsmanni til að mæta vaxandi verkefnum. Jón Ben Einarsson verður áfram sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingasviða beggja sveitarfélaganna en með haustinu mun nýr starfsmaður bætast við á sviðið.