Nýjast á Local Suðurnes

Græddi tvær milljónir á spurningu um Icelandair – Myndband!

Íslenska flugfélagið Icelandair kom við sögu í bandaríska skemmtiþættinum Jeopardy á dögunum en lokaspurning þáttarins snérist um svokölluð “Stopover” tilboð sem ferðamenn hafa möguleika á að nýta sér ef þeir ferðast með Icelandair.

Spurningin var sem fyrr segir lokaspurning þáttarins og voru þátttakendur mjög jafnir að stigum þegar hún var borin upp en þættirnir snúast um að þátttakendur eiga möguleika á að vinna peningaverðlaun svari þeir spurningum rétt -Peningana fá þeir svo til eignar í lok þáttarins auk þess sem einn keppandi heldur áfram keppni í næsta þætti.

Lokaspurningin í þessum þætti var um 14.000 dollara virði sem samsvarar tæplega tveimur milljónum íslenskra króna.  En sjón er sögur ríkari, hér fyrir neðan má sjá hvernig keppendum gekk að svara: