Nýjast á Local Suðurnes

Telja brýnt að tryggja öryggi starfsfólks velferðarsviðs nú þegar

Velferðarráð Reykjanesbæjar telur brýnt að nú þegar verði farið í aðgerðir til að tryggja öryggi starfsfólks, en öryggismál voru tekin fyrir á síðasta fundi ráðsins.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Ráðið óskar eftir að mannauðsstjóri mæti á næsta fund ráðsins sem haldinn verður þann 12. desember næstkomandi og kynni stöðu öryggismála.