Nýjast á Local Suðurnes

Sex handteknir og tveir í gæsluvarðhaldi eftir þjófnað úr verslun

Lögreglan á Suðurnesjum handtók sex manns í kjölfar þjófnaðar úr verslun Bláa lónsins. Á meðal þess sem fannst við leit lögreglu voru dýrar merkjavörur og snyrtivörur.

Sex voru handteknir og tveir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. nóvember sem framlengt var í gær til 8. nóvember.