Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík fallið úr keppni

Njarðvík er úr leik og ÍR komið í undanúrslitin í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Liðin áttust við í Njarðvík í kvöld í oddaleik sem lauk með sigri ÍR 74-86. Þar með eru öll Suðurnesjaliðindottin úr keppni.

Njarðvíkingar komust í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar unnu síðustu þrjá leiki liðanna.

Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 22 stig og Elvar Friðriksson kom næstur með 16.