Nýjast á Local Suðurnes

Sameining VS og VR gengin í gegn

Sameining Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS) og VR var samþykkt á aðalfundi VR sem fram fór í lok mars. Tillaga að sameiningu hafði áður verið samþykkt af félagsmönnum VS.

Þá var á fundi VR lögð fram tillaga að breytingu á félagssvæði VR við sameiningu við VS og telur það nú einnig til Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og sveitafélagsins Voga.

VR mun áfram reka skrifstofu við Vatnsnesveg í Reykjanesbæ.