Nýjast á Local Suðurnes

Verkfallsaðgerðir ná ekki til Suðurnesja þrátt fyrir sameiningu VS og VR

Formenn VR og VS

Verkfallsaðgerðir VR, sem hefjast þann 3. apríl næstkomandi mun ekki ná til hótela og hópferðafyrirtækja á Suðurnesjum þrátt fyrir að sameining Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS) og VR taki gildi þann 1. apríl næstkomandi, að því gefnu að sameiningin verði samþykkt á aðalfundi VR.

Þetta staðfesti Guðbrandur Einarsson, formaður VS, í spjalli við Suðurnes.net. Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk um miðjan mars.

Aðgerði VR ná til félagsmanna sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en sjá lista yfir hótelin hér að neðan.

Verkfallsaðgerðir VR hefjast þann 22. mars, en félögin munu að öllum líkindum sameinast þann 1. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar verða á eftirfarandi dögum:

1. Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur)
2. Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar)
3. Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar)
4. Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar)
5. Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar)
6. Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar)
7. Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.