Nýjast á Local Suðurnes

Var lofað milljón fyrir kókaínsmygl

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bras­il­ísk kona á þrítugs­aldri var hand­tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli í síðasta mánuði við kom­una til lands­ins frá Madrid á Spáni grunuð um fíkni­efna­smygl. Var hún færð á lög­reglu­stöðina á Suður­nesj­um þar sem hún skilaði efn­un­um og kom í ljós að hún hafði reynt að smygla 37 pakkn­ing­ar af kókaíni til lands­ins.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni kem­ur fram að hún hafi komið efn­un­um fyr­ir í leggöng­um, maga og melt­ing­ar­vegi. Sam­tals var um að ræða 400 grömm af kókaíni. Við skýrslu­töku hjá lög­reglu kvaðst hún hafa átt að fá 7000 evr­ur eða tæp­lega eina millj­ón ís­lenskra króna fyr­ir flutn­ing­inn.