Nýjast á Local Suðurnes

Tómur kofi hjá björgunarsveit – Skilum krossvið og böndum

Mikið álag var á sjálfboðaliðum Björgunarsveitarinnar Suðurnes í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið í gær og fóru menn þar á bæ langt með að klára þann búnað sem notaður er við slíkar aðstæður.

Björgunarsveitarfólk biðlar því til þeirra sem hafa búnað eins og strappa, bönd og krossvið frá sveitinni undir höndum að skila því til sveitarinnar.

Tilkynning sveitarinnar vegna þessa er hér fyrir neðan í heild sinni:

Kæru bæjarbúar

Í óveðrinu í gær fór mikið af ströppum, böndum og krossviðsplötum hjá okkur þegar við börðumst við lognið okkar sem fór með ógnarhraða framhjá svæðinu. Núna erum við með tóman kofa og óskum eftir því að þessu verði skilað aftur til okkar. Ef þið eruð með strappa, bönd eða plötur þá má skila því fyrir framan hurðina á björgunarsveitarhúsinu okkar að Holtsgötu 51 í Njarðvík.
Einnig ef þið hafið á lausu strappa og bönd sem þið hafið ekkert að gera við þá tökum við á móti svoleiðis gjöfum með þökkum.

Bestu kveðjur
Björgunarsveitin Suðurnes