Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert verður af byggingu kísilvers Thorsil

Rúmt ár er liðið frá því að Reyljaneshöfn sagði upp lóðar- og hafnarsamningi við Thorsil ehf., en fyrirtækið stefndi á byggingu kísilvers í Helguvík.

Ákvæði var í samningnum um að fyrirtækið hefði ár til þess að bregðast við, kæmi til uppsagnar á samningum við Reykjaneshöfn, en engin viðbrögð hafa borist frá Thorsil ehf. varðandi uppsögnina, samkvæmt fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar og lítur stjórnin því svo á að ofangreindur lóðar- og hafnarsamningur sé úr gildi fallinn.