Nýjast á Local Suðurnes

Viltu verða stjarna? Taktu þá lagið með Michael

Það blunda stjörnudraumar í okkur flestum ef ekki öllum, en það þarf að taka af skarið til að láta hlutina gerast. Daninn Michael Dandanell getur komið hlutunum af stað, en hann býður fólki að syngja með sér þekkt lög í gegnum vinsælt app, Smule.

Michael þessi er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Micahel Dandanell and the far out boys og finnst fátt skemmtilegra en að fá sér nokkra kalda og taka lagið með fylgjendum sínum, sem telja tugi þúsunda á Facebook. Myndbönd hans hvar hann tekur lagið með öðrum hafa gjörsamlega slegið í gegn og náð allt að fjórum milljónum áhorfa. Það er því vel þess virði að ná sambandi við kallinn og láta reyna á stjörnudraumana. Það má hafa samband við Michael í gegnum fésbókarsíðuna hér fyrir neðan.