Nýjast á Local Suðurnes

Áhrifavaldurinn Gæi tekur þátt í 10 ára áskorun – Myndir!

Áhrifavaldurinn og trukkabílstjórinn Garðar “Iceredneck” tekur eins og margur annar þátt í hinni svokölluðu 10 ára áskorun og birtir þannig myndir á samfélagsmiðlinum Facebook sem teknar eru með 10 ára millibili eða svona þar um bil.

Garðar sem hefur tugi þúsunda fylgjenda á Snapchat, hvar hann fer ítarlega í saumana á verkefnum dagsins, hefur lítið breyst ef frá eru talin nokkur hár í andliti og fjögur auka kíló, eins og sjá má á myndunum sem vefsíðan menn.is is birti af kappanum. Þá ætti kappinn að vera ánægður með fylgjendur sína, en ólíkt því sem gerist hjá sumum áhrifavöldum veraldarvefjarins hafa mörg hundruð fylgjendur Garðars stutt við bakið á kappanum með því að skella “like-i” á myndina.