Nýjast á Local Suðurnes

Snappari og rappari keppa í pizzugerð – Þú getur kosið hér!

Ofursnapparanum og bílaflutningamanninum Garðari Viðarssyni er margt til lista lagt, eins og þeir sem fylgjast með kappanum á samfélagsmiðlinum SnapChat ættu að vita, en hann hefur undanfarnar vikur meðal annars sýnt um 30.000 fylgjendum sínum ótrúlega hæfni í eldhúsinu.

Kappinn tekur nú þátt í skemmtilegri keppni á vegum Íslensku Flatbökunnar, en í keppninni etur hann kappi við rapparann landsfræga Blaz Roca í pizzugerð. Hægt er að kjósa um hvort Snapparinn Gæi eða rapparinn Blaz fái pizzu sína á matseðil staðarins. Uppskriftir kappana er að finna hér fyrir neðan, auk þess sem hægt er að kasta atkvæði á þá pizzu sem fólki lýst betur á.

Gæi valdi Sú Gæjalega, en sú er með sérstakri rawit, habanero, jalapeno hvítlauksblöndu, hakki, beikoni, ferskum habanero og svörtum pipar.

Blaz Roca pizzan ber hið öfluga nafn Sú Blazaða, en hún er með sérstakri rawit, habanero, jalapeno hvítlauksblöndu, buffaló kjúklingi, gráðaosti, gráðaostasósu og cyan pipar.