Nýjast á Local Suðurnes

Vinsælustu veitingavagnarnir á Ljósanótt – Þú getur unnið borgara og humarlokur!

Humar og kjúklingur er á meðal þess sem veitingavagnar bjóða svöngum gestum Ljósanætur upp á um helgina, en Lobster Hut-vagninn og The Gastro Truck munu þjónusta gesti af miklum myndarbrag alla helgina.

Báðir stæra þeir sig af því að nota besta hráefni sem völ er á við framleiðslu sína og báðir vinna allt sitt hráefni frá grunni á staðnum þannig að varla er möguleiki á að fá ferskari skyndibita. Þá skelltu báðir í Facebook-leiki með Suðurnes.net þar sem gefnar verða flottar máltíðir fyrir tvo – Það eina sem þarf að gera er að “tagga” þann sem þú vilt bjóða með þér í færslurnar hér fyrir neðan og þú ert kominn í pottinn, við drögum svo heppna aðila út á laugardag.