Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær býður í bílabíó

Bæjarbúar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á laugardaginn.

Fjórar sýningar verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755 og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum.

Kl: 16:00              Lói-þú flýgur aldrei einn

Kl: 18:00              Jumanji: The Next Level

Kl: 20:00              Grease

Kl: 22:00              Birds of Prey

Bæjarbúar eru hvattir til að taka rúntinn og upplifa bíóstemningu eins og þá sem við höfum aðeins séð í bíómyndum. Körfuknattleiksdeild UMFN verður á svæðinu og selur brakandi ferskt popp og kók og matarvagninn Kitchen Truck selur vefjur.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem raða þarf bílum upp undir stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Sérstök athygli er vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu til að skyggja ekki á útsýni og er fólk beðið að virða fyrirmæli gæsluaðila.