Nýjast á Local Suðurnes

Tólf milljónir frá ÍSÍ til Keflavíkur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf íþróttahreyfingu landsins 150 milljónir í styrki í gær. Keflavík fékk hæsta styrkinn af íþróttafélögum á Suðurnesjum.

Keflavík fékk tólf milljónir króna að þessu sinni sem skiptast á milli nokkurra deilda innan félagsins, en hver deild þurfti að sækja sérstaklega um styrk. Njarðvík fékk tvær milljónir og önnur félög minna.