Nýjast á Local Suðurnes

Hægt að bóka tíma og komast hraðar í gegnum öryggisleit á KEF

Farþegar eru hvattir til að mæta snemma flug þar sem töluverð umferð verður um Keflavíkurflugvöll fyrir og um páskahátíðina. Farþegar eru einni hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00, segir í tilkynningu frá Isavia.

Til að auka þjónustu og þægindi farþega á Keflavíkurflugvelli er nú einnig hægt að bóka fyrir fram ákveðinn tíma í öryggisleit og fara fram fyrir röð farþegum að kostnaðarlausu. Með þessu geta farþegar notið ferðalagsins og þess sem flugstöðin hefur upp á að bjóða frekar en að bíða í röð. 

Einnig eru farþegar hvattir til að panta bílastæði, þar sem líklegt þykir að langtímstæði verði fullbókuð um páskana.