Nýjast á Local Suðurnes

Gerir athugasemdir við vinnubrögð Vinnumálastofnunar

Vinnu­mála­stofn­un hefur, að sögn Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, yf­ir­boðið leig­u á Ásbrú, fyrir hönd ríkisins. Ásmundur greindi frá þessu á Alþingi á dögunum og hafði í hönd­un­um leigu­samn­ing íbúa sem hann sagði hafa verið á leigu­markaði í fimmtán ár, en samn­ing­ur­inn yrði ekki fram­lengd­ur og íbú­um gert að flytja út.

Í máli Ásmundar kom fram að um 30 fjölskyldur myndu missa húsnæði sitt og að yfirboð ríkisins væri til þess að koma flóttafólki og hælisleitendum í húsnæði. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og ræðir meðal annars við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem segist hafa gert athugasemdir um að ríkið sé að yfirbjóða leigu.

„Við vit­um af þessu og þykir þetta miður. Við höf­um gert at­huga­semd­ir við for­stjóra Vinnu­mála­stofn­unn­ar og full­trúa fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins að ríkið sé að yf­ir­bjóða leigu,“ sagði Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, þegar Morg­un­blaðið bar þetta und­ir hann.