Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að eigendur Thorsil hætti við – Verksmiðjan verður 15 metrum hærri en verksmiðja USi

Sam­tök and­stæðinga stóriðju í Helgu­vík biðla í yf­ir­lýs­ingu til eig­enda Thorsil, sem eru Eyþór Arn­alds í gegn­um Ramses ehf., John Fenger og Há­kon Björns­son í gegn­um Northsil ehf., Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guðmunds­dótt­ir í gegn­um Traðar­stein ehf., Guðmund­ur Stein­ar Jóns­son, María Björk Guðmunds­dótt­ir og Jón Már Guðmunds­son í gegn­um P0105 Hold­ing ehf. að hætta við áform um fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu á meng­andi kís­il­veri Thorsil í kíló­metra fjar­lægð frá íbúa­byggð í Reykja­nes­bæ.

Í yfirlýsingunni er einnig vak­in at­hygli á því að verk­smiðja Thorsil verði 15 metr­um hærri en verk­smiðja United Silcon, sem starfrækt er í Helguvík.

“Verk­smiðja Thorsil verður 15 metr­um hærri en verk­smiðja United Silicon. Þá verður hún aðeins 21 metra lægri en Hall­gríms­kirkja, verk­smiðjan stend­ur við Hólms­berg sem er í um 35 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og má því áætla að þessi bygg­ing tróni í um og yfir 80 metra hæð yfir sjáv­ar­máli,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Með þessu verði ásýnd bæj­ar­ins gjör­eyðilögð.” Segja Andstæðingar stóriðju í Helguvík.