Nýjast á Local Suðurnes

Forkynningarfundur um aðalskipulagabreytingu í Grindavík

Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar verður forkynningarfundur vegna breytingar á aðalskipulagi haldinn í Grindavík á morgun, þann 22. janúar kl. 12:00, á bæjarskrifstofunum að Víkurbraut 62. Auglýsinguna og fylgigögn má sjá hér að neðan:

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu vegna stækkunar iðnaðarsvæðis i7 er til forkynningar skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Breytingin felst í stækkun iðnaðarsvæðis i7 til norðausturs inn á aðliggjandi óbyggt svæði og svæði á náttúruminjaskrá. Íslandsbleikja starfrækir fiskeldi innan svæðisins á Stað og áformar stækkun innan lóðar sinnar. Stækkun iðnaðarsvæðisins i7 fylgir lóðarmörkum Íslandsbleikju en austurhluti lóðarinnar ásamt hluta núverandi mannvirkja eru utan við afmörkun iðnaðarsvæðis i7 samkvæmt gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2016 var samþykkt að forkynna tillögunna. Forkynningarfundur verður haldinn 22. janúar frá kl: 12-13 á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 og eru allir velkomnir.