Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fær spjaldtölvur – Eykur skilvirkni og sparnað

Reykjanesbær hefur látið fulltrúum í bæjarstjórn og bæjarráði í té spjaldtölvur til notkunar á fundum. Bæjarstjórnarfundur sem haldinn var í gær var sá fyrsti í sögu bæjarsins þar sem útprentuð dagskrá og fylgigögn voru úr sögunni og öll gögn komin í spjaldtölvur.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að á undanförnum mánuðum hafi aukin áhersla verið lögð í rafvæðingu stjórnsýslunnar í Reykjanesbæ. Rafvæðing tryggir varðveislu gagna, eykur gagnsæi stjórsýslunnar og skilvirkni, m.a. í formi peninga- og vinnusparnaðar.