Heimsleikarnir gerðir upp – Söru vantaði “aukakraftinn” sem hún hafði í fyrra
Heimsleikarnir í crossfit fóru fram í Kaliforníu í júlí og var Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á meðal keppenda. Hún náði frábærum árangri, lenti í þriðja sæti, líkt og í fyrra, en sömu stúlkur skipuðu þrjú efstu sætin og þá.
Í sérstökum uppgjörsþætti um leikana er farið yfir árangur íslensku keppendana, sem hefur vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega í kvennaflokki þar sem þær enduðu allar ofarlega á lista.
Þá er rætt sérstaklega um Ragnheiði Söru, sem var talin sigurstrangleg í ár og farið í saumana á því hvers vegna hún náði ekki ofar. Þáttastjórnedurnir, sem allir eru reyndir í íþróttinni voru sammála um að Söru hafi vantað “aukakraftinn” sem var einkennandi fyrir hana á síðustu leikum, þar sem hún sigraði í þremur greinum af 15, auk þess að lenda yfirleitt fyrir ofan helstu keppinautana í þeim greinum sem hún vann ekki. Í ár var árangurinn jafnari, enda samkeppnin mun harðari að mati stjórnenda þáttarins.
Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan, umfjöllunin um Ragnheiði Söru hefst á 5. mínútu.